Tengja við síður

Hægt er að tengja við síður. Dæmið hér fyrir neðan er tekið úr IS 50V Samgöngur. Hér er búið að tengja við:

Allar þessar tengingar eiga það sameiginlegt að vera útbúnar á sama hátt. Sérstakur kafli er í leiðbeiningunum um tenginguna við Landupplýsingagátt, vegna þess að þessi tenging þarfnast nánari útskýringa þegar kemur að því að útbúa slóðina, en að öðru leyti er um sömu grunnhugmynd að ræða.

samg_openlink

Lýsigögnin eru sett í ritham:

rithamur

Velja Add document (eg. overview, file, web link) :tengingar_add_document

Þá kemur þessi gluggi upp (sjá næstu mynd fyrir neðan) og hakað er í Add link. Einnig þarf að:

  • velja það sem við á í Function.
  • Í Protocol er valið Web address (URL)
  • Slóðin er sett í reitinn URL.
  • Heiti síðunnar er skrifað í Resource Name og
  • stutt lýsing í Description.
  • Síðan er smellt á Update link.

nidurhalsida_lmi_link

Hér fyrir neðan eru myndir með fleiri dæmum um tengingar.

Tenging við Landupplýsingagátt. Athugið að útbúa slóð eins og lýst er í kaflanum Tengja við gögn í Landupplýsingagátt .

landupplysingagatt

Tenging við heimasíðu Landmælingar Íslands:

heimasida_lmi

Tenging við Geoserver Landmælinga Íslands:

geoserver_lmi