Þrívídd


Til þess að búa til þrívíð kort þarf að vera með landhæðarlíkan (en. Digital Elevation Model). Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er einmitt hægt að nálgast slíkt líkan gjaldfrjálst. Til þess að komast inn á niðurhalssíðuna þarf að fara í gegnum einfalt skráningarferli og að því loknu er LMI_Haedarlikan_DEM_16bit.zip sótt.

 

Opnið nú QGIS Desktop. Á tólastikunni efst er plugins valið (gæti heitið viðbætur ef forritið er stillt á íslensku) og veljið manage and install plugins.

Til þess að geta búið til þrívídd þarf fyrst að sækja qgis2threejs plugin. Auðvelt er að finna það með því að slá inn nafn þess í  í search, þegar það er fundið þarf að smella á það og í framhaldinu velja Install plugin.

 

Ef notendur sækjast eftir raunverulegu útliti er sniðugt að sækja OpenLayers Plugin í leiðinni, en það býður upp á að notendur geti sótt gervitunglamyndir og kort frá google, Bing Maps og fleirum. Viðbótin er sett upp á saman hátt og QGIS2threejs pluginið.

Þegar viðbæturnar eru komnar upp  er hægt að nálgast þær í Web á efst tólastikunni, velja Openlayers plugin og velja myndefni, t.d. Google satellite eða Bing satellite. Ath ef Google myndin verður fyrir valinu getur borgað sig að zooma inn ef hún birtist ekki strax. En það hægt að hafa hvaða yfirborð sem er á þrívíddarkortinu, t.d. WMTS kort frá Landmælingum. Í þessari æfingu verður Google Satellite sem er gervitunglamynd fyrir valinu.

 

Nú er þysjað inn á svæðið sem á að búa til þrívíddarkort af, ath ef þysjað er of langt inn í myndina hættir hún að birtast, þetta er vegna leyfa hjá Google og Bing.

Næst er að opna hæðarlíkanið sem sótt var í upphafi æfingarinnar. Fyrst þarf að afþjappa landhæðarlíkansmöppunni en svo er smellt á raster táknið rastertakn á hliðarstikunni til vinstir, skráin fundin, ath að velja skrána sem endar einungis á .tif

 

Nú opnast líkanið, ath QGIS2three viðbótin notast við upplýsingar úr .tif skránni, en hún þarf ekki að vera sjáanleg á skjánum, svo annað hvort er hún dregin undir myndina sem á að vera yfirborð þrívíddarkortsins eða hakið fyrir sýnileika tekið burt.

Nú er hægt að byrja á lokaskrefinu, sem er að búa til þrívíddarkort. Þegar búið er að stilla kortaglugganum upp þannig að yfirborð þrívíddarkortsins sé tilbúið er QGIS2threejs viðbótin opnuð.

 

Í QGIS2threejs valmyndinni eru í raun bara þrjú skref sem þarf að fara í gegnum. Fyrst er að vera viss um að landhæðarlíkanið sé valið sem DEM Layer, næst er að hækka Resampling upp eins og hægt er  og að því lokum er að velja upplausn þrívíddarkortsins undir Resolution. Þegar þessu er lokið er Run valið og við það ætti að opnast vafri sem tekur smá stund að hlaða, en þegar því er lokið á að koma þrívíddarkort á skjáinn sem hægt er að hreyfa til og þysja inní.

 

Hér má sjá lokaafurðina með GPS slóð á yfirborði google gervitunglamyndarinnar, en hægt er að læra hvernig henni er bætt við hér.


Til baka í Opin gögn