Tenging við gögn í Landupplýsingagátt


Hægt er að tengja á milli lýsigagna sem skráð eru í Lýsigagnagátt og gagnanna ef þau eru birt í Landupplýsingagátt (OSKARI) . Birting gagna fer fram í samstarfi við Landmælingar Íslands. Athugið að annars vegar er tengt úr Landupplýsingagáttinni yfir í lýsigagnaskráninguna sem er þá tilbúin í Lýsigagnagáttinni. Þetta þarf að gera í samstarfi við Landmælingar Íslands. Hins vegar er slóð á gagnasettið í Landupplýsingagáttinni skráð í lýsigögnin.

Dæmið sem hér er sýnt eru lýsigögn fyrir IS 50V Samgöngur. Meðal annars er búið að tengja við gögnin sem er hægt að skoða í Landupplýsingagátt með því að smella á Open link:

 

Þegar skráningin sem er sýnd á myndinni hér fyrir ofan er sett í ritham, þá lítur þessi hluti svona út (er uppi til hægri á skráningarforminu):

 

Til þess að útbúa þessa tengingu þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

a. Opna Landupplýsingagátt: https://kort.lmi.is/ 

b. Velja bakgrunnskort ásamt lagi / lögum sem á að sýna. Hér er Landslag valið sem bakgrunnskort undir tvö lög sem tilheyra IS 50V Samgöngum: 

 

c. Með því að smella á VALIN LÖG, er hægt að stilla hvort eitthvert lagið eigi að vera gagnsætt.

 

d. Kortið /“myndin“ er stillt (til dæmis þysja) eins og maður vill að gögnin birtist þegar smellt er á slóðina í lýsigögnunum.

 

e. Nú er smellt á táknið fyrir slóð og slóðin afrituð, þó ekki öll, sjá á myndinni.

 

f. Slóðin er sett í reitinn URL ásamt því að stilla aðra reiti af eins og sést á myndinni:

 

Hér hefur einnig verið sett inn smámynd en ekki þarf að huga að því hér og því er krossað með gulu yfir þann hluta myndarinnar.


Til baka í Tilvísanir og tengingar