WFS - Niðurhalsþjónustur


Nú er WFS táknið wfstakn  í QGIS valið í tólastikunni til vinstri og við það opnast Add WFS Layer from a Server valmynd. Eins og í tilfelli WMS og WMTS er New valið, við það opnast nýr valmynd Create new WFS connection. Nú þarf að setja inn nafn að eigin vali undir Name  og URL þjónustunnar er slegið inn, til þess að loka glugganum er Ok valið.

Til þess að eiga það ekki á hættu að slá slóðina vitlaust inn er hægt að afrita hlekkinn hér: http://gis.lmi.is/geoserver/wfs

 

Næst er að tengjast þessum nýju þjónustum, en það er gert með því að velja Connect, við það birtist listi yfir þau lög sem í boði eru. Þegar búið er að velja lag eða lög við hæfi með því að smella á þau þannig að þau verði blá er þeim bætt við kortagluggan með því að velja Add, nú er hægt að loka glugganum með Close og skoða lögin sem opnuð voru.


Til baka í Opin gögn