Landupplýsingagátt


 

Landupplýsingagáttin er hjarta grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Hlutverk hennar er skilgreint í lögum um grunngerð starfrænna landupplýsinga.

Hugbúnaðurinn á bak við gáttina er finnskur og er þróaður af systurstofnun Landmælinga Íslands í Finnlandi Maanmittauslaitos , en stefnt er að því að hugbúnaðurinn sem heitir Oskari verði innleiddur inn í OSGeo (The Open Source Geospatial Foundation).

Í Landupplýsingagáttinni er hægt að skoða saman gögn frá mismunandi aðilum og um leið að fá upplýsingar um gögnin þar sem þau eru nú tengd við lýsigögn.


Til baka á forsíðu