Skráningarform – ítarlegt


Þegar form eru opnað er sjónarhornið á myndinni hér fyrir ofan sjálfgefið. Einnig er hægt að velja ítarlegra sjónarhorn, Full  eða XML sjónarhorn. Til að velja sjónarhornið er smellt á örina hjá auganu:

 

Full sjónarhornið er að mörgu leyti þægilegra en það sjálfgefna, því skráningaratriðum er skipt niður á flipa (Identification – Distribution – Quality – Spatial Rep. – Ref. System – Metadata – …)

 

Mælt er með að byrja á að skrá í stjörnumerktu reitina. Athugið að hægt er að eyða út þeim reitum sem nýtast ekki í skráningunni með því að smella á rauða „x“ merkið hjá reitunum sem birtist bara þegar farið er yfir skjáin með bendlinum og sést því ekki á myndinni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að bæta við reitum með því að smella á svarta „+“ merkið sem er víða í forminu. Hvoru tveggja getur hins vegar orðið til þess að lýsigögnin komist ekki í gegnum „validate“ ferlið (hnappur á stikunni efst). Því er mælt með að byrja á að skrá í stjörnumerktu reitina og eyða ekki strax út. Það er alltaf hægt að byrja upp á nýtt, eyða skráningunni og ná aftur í sniðmátið.


Til baka í Lýsigagnagátt