Lýsigagnagátt


 

Lýsigagnagátt er byggð á Geonetwork sem er opinn hugbúnaður. Gáttin leysir af hólmi eldri útgáfu sem var byggð á ESRI Geoportal Server hugbúnaði. Markmiðið með þessum breytingum er að fá notendavænna viðmót og auðvelda tengingar, t.d. við wms/wfs þjónustur og fleira sem er mikilvægt í tengslum við grunngerð landupplýsinga. Ekki síður er mikilvægt að með þessum breytingum fá skráningaraðilar lýsigagna nýtt og notendavænna skráningarviðmót.

Þeir aðilar sem birta gögnin sín í í nýrri Landupplýsingagátt sem Landmælingar Íslands halda utan um, geta tengt lýsigögnin við gögnin.

Í þessum leiðbeiningunum er farið yfir atriði sem helst þarfnast útskýringa í tengslum við skráningu lýsigagna. Á heimasíðu Geonetwork eru nákvæmari leiðbeiningar.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar Geonetwork hugbúnaðinn er bent á eftirfarandi slóð: http://geonetwork-opensource.org/

Athugið að leiðbeiningarnar miðast við að Lýsigagnagáttin sé notuð í Google Chrome vafranum. Hægt er að nota aðra vafra en hugtök og útlit er ekki það sama á milli vafra!


Til baka á forsíðu