Bæta við punktum, línum og flákum


Auðvelt er teikna inn á kort í QGIS, en fyrst þarf að búa til punkta, línu eða flákaskrár, í þessari æfingu er notast við skráarformatið shape. Til þess að búa til slíkar skrár þarf að finna New Shapefile Layer… newshapeá hliðarstikunni til vinstri.

 

Næst kemur upp New Vector Layer valmyndin. Nú þarf að velja hvort búa eigi til punkta, línur eða fláka, en það er valið undir Type.  Það er auðvelt að búa til eigindadálka sem fylgja shape skránum, en dæmi um eigindi eru nafn eða tegund. Eigindadálkar geta verið af ýmsum tegundum t.d. texti, tölur, tölur með aukastöfum. Þegar bæta á eigindadálki við skrána sem verið er að búa til er nafn eigindadálksins skráð undir Name, tegund hans undir Type og í Width er skráð lengd dálksins, t.d. 80 stafir. Hægt er að bæta við eigindadálkum eftir að skrá hefur verið búin til, en því verður ekki lýst í þessari æfingu. Þegar búið er að búa til þá eigindadálka sem eiga að vera í skránni er OK valið og við það opnast valgluggi þar sem hægt er að ákveða hvar skráin á að vera vistuð. Nú á skráin að birtast í LayersPanel glugganum sem oftast er til vinstri á kortaglugganum.

 

Þegar búið er að búa til punkta línu eða flákaskrá er hægt að byrja að breyta henni, en til þess er hægri smellt á skrána sem á að breyta og Toggle Editing valið.

 

Einnig er hægt að kveikja á breytingaham með því að velja blýantinn á Digitizing Toolbar. Þessi tólastika er eins fyrir allar tegundir af skrám fyrir utan búa til nýtt fyrirbæri hnappinn, í tilfelli punkta birtast þrír punktar, línu birtist lína og fláka eru það flákar. Myndin hér að neðan sýnir Digitizing Toolbar punkta, lína og fláka sem búið er að líma saman í eina mynd til þess að sýna muninn á þeim.

 

Ef Layers panel eða Digitizing Toolbar birtast ekki er hægt að kveikja á þeim með því að fara í view og velja þá, sjá mynd hér fyrir neðan.

 

Þegar búið er að teikna upp fyrirbæri þarf að hægrismella og við það sprettur upp Feature Attribute valmynd þar sem hægt er að fylla út í þeir eigindir sem skilgreindar voru þegar skráin var búin til. Þegar búið er að fylla út í þær eigindir sem notandinn vill er Ok valið og við það verður nýja fyrirbærið til.

 

Hér má sjá efst svokallaðan fláka, svo línu og punkt.


Til baka í Opin gögn