Gæðamat og útgáfa lýsigagnaskráninga

Þegar skráningu lýsigagna er lokið þarf að meta gæði lýsigagnaskráningarinnar (validation) og gefa lýsigögnin út. Lýsigögnin eru ekki sýnileg þegar maður opnar Lýsigagnagátt fyrr en þau hafa verið gefin út (sjá kaflann Útgáfa lýsigagna).

Gæðamat (validation), tillaga að leið:
  • Innskráning í Lýsigagnagátt.
  • Smella á Contribute efst á stikunni. Þá birtist listi (sjónarhorn) yfir öll lýsigögnin. Nýjustu skráningar birtast efst. Til að finna eigin skráningar getur maður hakað við sína grúppu sem er vinstra megin á skjánum. Á myndinni hér fyrir neðan er hakað við NLSI (National Land Survey of Iceland).
  • Dæmi um niðurstöðu (sjá mynd hér fyrir neðan).
  • Í listanum sést hvort lýsigagnaskráningarnar hafi farið í gegnum gæðamat, séu í lagi eða ekki. Ef það hefur ekki verið gert er blaðið / táknið við hlið skráninganna grátt (sjá mynd hér fyrir neðan). Í þeim tilfellum þar sem blaðið er rautt hefur gæðamat verið framkvæmt á einhverjum tímapunkti en lýsigögnin ekki verið tilbúin.
  • Hægt er að haka við eina skráningu eða fleiri og smella svo á Validate í fellilistanum. Ef skráningin er í lagi þá verður gráa merkið grænt, annars rautt.

publis_validate

Útgáfa lýsigagnaskráninga – tillaga að leið:

Þegar ekki er búið að gefa lýsigögn út, er lásinn við skráninguna lokaður (sjá mynd hér fyrir ofan). Hægt er að gefa þau út með því að haka við lýsigögnin (eina skráningu eða fleiri) og  velja svo úr fellilistanum Publish. Þá opnast lásinn sem þýðir að þau eru útgefin. Muna að „refresha“ þegar breytingar eru gerðar vegna þess að allar svona breytingar sjást ekki fyrr en það hefur verið gert. Þetta á reyndar við um fleiri aðgerðir.