Aðgangur að Lýsigagnagátt

Allir geta skoðað útgefin lýsigögn í Lýsigagnagáttinni og því þarf ekki að huga að sérstökum aðgangi í því samhengi.

Landmælingar Íslands halda utan um Landupplýsingagáttina og sjá um að útbúa skráningaraðgang fyrir opinbera aðila og fyrirtæki sem eiga að skrá lýsigögn um gagnasett sem eru hluti af grunngerð landupplýsinga á Íslandi og/eða grunngerð landupplýsinga í Evrópu, INSPIRE.

Fyrirkomulagið í Landupplýsingagáttinni er þetta:

  • Fyrir hverja stofnun / fyrirtæki er búin til grúppa
  • Einn aðili fær admin aðgang og margir geta fengið skráningaraðgang.Þannig er ábyrgðinni á skráningu lýsigagna dreift á fleiri en einn starfsmann.

Til þess að fá skráningaraðgang í Landupplýsingagátt þarf að senda tölvupóst til Landmælingar Íslands með eftirfarandi upplýsingum:

  • Merki stofnunarinnar (t.d. á png eða jpg formati)
  • Almennt netfang hjá stofnuninni (sbr. lmi@lmi.is) þar sem erindum er miðlað áfram.
  • Nöfn og netföng þeirra sem eiga að vera með annars vegar
    • admin aðgang (einn aðili)
    • skrifaðgang (einn eða fleiri)