Leiðbeiningar – Opin gögn

Qgis.PNG

Hægt er að nálgast gjaldfrjáls gögn (opin gögn) Landmælinga Íslands á niðurhalssíðu og í gegnum ýmis konar vefþjónustur. Þjónusturnar fylgja stöðlum OGC (Open Geospatial Consortium). Landupplýsingavefþjónninn GeoServer veitir aðgengi að WMS og WFS þjónustum, en WMTS þjónustur koma úr skyndiminnis vefþjóninum Mapcache. Vefþjónustur eru m.a. notaðar af sérfræðingum á sviði landupplýsinga inn í landupplýsingakerfum, en þær eru einnig notaðar í kortasjám. Þessi leiðbeiningasíða byggist að mestu á að gögnin séu notuð í opna hugbúnaðinum QGIS sem er sérstaklega notendavænt kerfi, en gögnin er líka hægt að nota í öðrum landupplýsinga hugbúnaði.