Vefþjónustur LMÍ

Þjónusturnar eru af ýmsu tagi, hér að neðan er stutt lýsing á þeim kortaþjónustum sem Landmælingar Íslands bjóða uppá, athugið að slóðirnar fyrir WMS, WFS og WMTS eru tölvulæsilegar og því ekki mikið að hafa upp úr því að smella á þær, en þær eru á seinni stigum notaðar til þess að setja inn í t.d. QGIS forritið.

  • WMS – Skoðunarþjónusta, hér er hægt að skoða mynd af gögnum t.d. á jpg eða png formi, einnig er hægt að fá upplýsingar um gögn með því að smella á þau í svokölluðu GetFeatureInfo.
  • WFS – Niðurhalsþjónustur, hér er hægt að skoða eigindi gagna, hala niður hluta af gögnum, breyta útliti þeirra og setja beint í greiningartól, til að fá afleidd gögn
  • WMTS – Skoðunarþjónusta með flýtiminni, hér er búið að búa til allar myndir fyrirfram og því vinnur þessi tegund nokkuð hratt og vel. Slíkar þjónustur eru búnar til fyrir þung gögn svo sem kort þar sem margar mismunandi þekjur eru settar saman.

Hægt að sjá hvaða WMS og WFS þjónustur LMÍ bíður uppá í fljótu bragði með því að skoða GeoServer vefþjóninn okkar áður en þær eru sóttar í QGIS þar sem hægt er að ná í þjónusturnar og raða þeim saman að vild. Til þess að skoða þjónustur á Geoserver er best að smella á OpenLayers linkinn, en þá kemur upp einföld kortasjá þar sem hægt er að skoða gögnin.

geoserver