QGIS er notendavænt og mikið notað landupplýsingakerfi sem er meðlimur í The Open Source Geospatial Foundation sem er ákveðinn gæðastimpill sem tryggir að stöðlum sé fylgt, að það sé samfélag á bakvið forritið og þróun þess sé skjalfest.
Hægt að hala niður QGIS hér : http://www.qgis.org/en/site/
Heimasíða QGIS er full af fróðleik og þar er auðvelt að finna hlekki til þess að hala niður forritnu. Forritið er gjaldfrjálst og fáanlegt fyrir hin ýmsu stýrikerfi svo sem Windows, Mac OS X og Linux. Það er ágætt fyrir nýja notendur að nota nýjustu útgáfuna hverju sinni. Notendur verða sjálfir að finna út úr því hvort stýrikerfið tölvunnar sé 32 bita eða 64 bita, en það ætti að vera lítið mál að finna út úr því með leit á t.d. google.
Þegar forritinu hefur verð hlaðið niður er uppsetningarferlið einfaldlega ræst með því að tvísmella á það.
Við það opnast valmynd sem spyr hvot þú treystir forritinu, til þess að geta downloadað því þarftu að velja Yes.
Nú opnast Setup Wizard, til þess að komast áfram þarf hér að velja Next>
Þá er að samþykkja leyfið með því að velja I Agree.
Nú er spurt hvort notandinn vilji hala niður amerískum prufugögnum, þess þarf ekki ef gögn LMÍ eru notuð í staðinn, þanning að hér er hægt að fara beint í Install.
Næsta skref tekur örlítinn tíma.
Að lokum á myndin hér að neðan að birtast sem merkir að forritið hefur verið sett upp og því er Finish valið hér.
Nú ætti að vera komið fullt af nýjum landupplýsingaforritum inn á tölvuna. QGIS standalone installer fylgja hin ýmsu forrit en í þessum leiðbeiningum munum við einungis styðjast við QGIS Desktop forritið.