Hjálp fyrir kortasafn

Hægt er að leita á nokkra mismunandi vegu í Kortasafni LMÍ. Einnig er hægt að nota þessar leitir saman.

Leitargluggi

Hér getur þú leitað eftir titli, mælikvarða, kortaflokki, útgáfuári , efnisorðum og athugasemdum. Hægt er að framkvæma einfalda eða samsetta leit.

Einföld leit:

Leitað eftir titli. Dæmi: Akranes

Leitað eftir kortaflokki. Dæmi: Atlaskort

Leitað eftir efnisorðum. Dæmi: Vesturland

Samsett leit:

Og (þrengir leit). Dæmi: Akureyri og Atlaskort. Þá færðu öll kort sem hafa Akureyri í titlinum og tilheyra kortaflokknum Atlaskort.

Eða (víkkar leit). Dæmi: Akranes eða Borgarnes. Þá færðu öll kort með titilinn Akranes eða Borgarnes.

Hægt er að velja eftir hvaða yfirflokki niðurstöðum leitar er raðað t.d. titli, mælikvarða eða kortaflokki með því að smella á viðkomandi dálk. Í dæminu er niðurstöðum raðað eftir titli í stafrófsröð. Ef búið er að skanna kort sést lítil mynd í dálkinum lengst til vinstri. Ef kort er ekki skannað er dálkurinn auður.

Mælikvarði

Hægt er að velja mælikvarða úr flettiglugga sem staðsettur er fyrir ofan leitargluggann.

 

Íslandskort

Veldu þér svæði á kortinu, þú stjórnar því með músinni hversu stórt leitarsvæðið er.